Haugur

Byrjum á byrjunninni.

Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég ætti að birta samsktipi mín við heilbrigðiseftirlitið og karolinafund undir "vonlaus samskipti" því ég vil vera uppbyggilegur (líklega er það of mikil vinna að úthalda slíkri síðu þar sem margir sem ég tala við eru "bara að fylgja reglunum").

Þeir sem byrjuðu á byrjuninni vita um hvað málið snýst; við þurfum að taka ábyrgð á eigin skít og hætta að kúka í vatn.

Þetta er í rauninni mjög einfalt og það tekur því ekki að vera skrifa mikið um þetta þegar allar upplýsingar (um hversvegna þetta sé sannfærandi lífstílsbreying) eru aðgengilegar án kostnaðar á byrjunarreitnum.

Þar sem ekki allir hafa ráð á því að reka haug (til moltugerðar) sjálfir, sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu, þá hef ég ákveðið að ég skal taka þetta að mér - enda vantar mig siðferðislega ásættanlega leið til að þéna peninga þannig ég geti sett meiri orku í datalisp.

Kannski er best að deila karolinafund síðunni (á ensku) sem ég bjó til en er enn ekki samþykkt vegna þess þeim finnst "taktu ábyrgð á eigin skít og hættu að kúka í vatn" fráhrindandi.

Auðvitað er ég nógu þver til að láta þá ekki þvinga mig í hagræðingar sem ég hef ekki trú á. Mér finnst það ekki koma þeim við hvernig ég sannfæri fólk um að styrkja mig (umfram það að passa upp á að ekki sé verið að brjóta á fólki einhvernveginn). Ég vil frekar að þú sannfærir þig sjálfur heldur en að vera smeðjulegur eða í sjónarspili. Fólk þarf að læra að líta framhjá hver segir hlutina eða hvernig þeir eru sagðir og treysta sjálfu sér til að meta sannleiksgildi þess sem sagt er - auðvitað er ekkert að því að bæta framsetninguna og ég býð þér að taka það að þér - það er einmitt lykilþáttur í því hvernig tölvukerfið sem ég er að byggja mun virka. Sjálfur tel ég þó að mínum trúverðugleika sé best borgið með því að vera bara eins og ég er og leyfa hlutunum að þróast í rólegheitunum.

Vegna þess ég hef þessa skoðun þá stunda ég það að skjóta mig í fótinn.

Hvað sem því líður, þá er þetta óumflýjanleg lífstílsbreyting, og ég trúi því að Íslendingar séu nógu fullorðnir til að horfast í augu við það.

Eins og er vantar mig u.þ.b. milljón krónur til að byrja haug ehf. en ég hef verið í sambandi við heilbrigðiseftirlit og umhverfisstofnun um að fá leyfi til að endurvinna mannaúrgang og mun birta hér niðurstöður úr þeim samskiptum (ef einhverjar). Annars mun ég gera þetta í óleyfi og vinsamlegast biðja yfirvöld um að setja mig í fangelsi frekar en að sekta mig þannig ég hafi tíma til að skrifa bók eða eitthvað. Ef einhver vill leggja til land þá mun það flýta heilmikið fyrir ferlinu myndi ég áætla, annars hef ég fundið nokkra möguleika en þeir eru aðeins aðgengilegir þegar ég er kominn með nógu mikinn pening.

Endilega hafið samband ef þið viljið vera viðskiptavinir (ýtið á karolinutengla til að sjá hvað það felur í sér - ef áhugi er nægur mun ég setja orku í að búa til almennilega undirsíðu fyrir þetta).