tíminn er ekki til

Akkurat núna þá ertu að lesa þennan texta. Eftir smá stund verður þú búin(n) að lesa hann. Þar af leiðir að tíminn er til? a.m.k. frá sjónarhorni þínu. Á sama hátt þá er jörðin flöt (í kringum þig). Í stærðfræði þá tölum við um "local" eiginleika sem eru þá yfirleitt skilgreindir í grennd við einhvern punkt. Oft eru módelin sem best eiga við um raunveruleikann þannig að ekki er hægt að tala um "global" eiginleika en það er hægt að þýða "local" eiginleika milli svæða.

Þannig er tíminn í raun betur skilgreindur sem forgangsröðun "locally" og orsakasambönd leyfa okkur að þýða forgangsraðanir milli svæða.

Í dag var opinn fundur þar sem efnahags- og viðskiptanefnd sýndi í sameiningu við seðlabankann hversu léleg þau eru að forgangsraða. Það eru ýmis vandkvæði "locally" en mörg þeirra eru í orsakasambandi við restina af hnettinum og þær breytingar sem eru að eiga sér stað á loftslagi hans. Auðvitað er mikilvægt að fjalla um málefni fólksins hér, enda er það til þess sem þessar stofnanir eru gerðar. Hinsvegar þá kom skýrt fram á ráðstefnu seðlabankans að tölvukerfi bankanna eru varla fær um að halda starfsemi hagkerfisins gangandi, hvað þá mæta loftslagsvánni með bættu efnahagskerfi. Það er einfaldlega ekki forsenda fyrir því að bæta efnahagstölvukerfið vegna þess að sú aðferðafræði sem fjármálastofnanir nota til að forgangsraða; þ.e.a.s. áhættumat, eiga ekki við tölvukerfin sem eru í notkun. Þannig gerist þegar byggt er á rotnum grunni, en þess má geta að COBOL, sem er eitt best launaða forritunarmál sem þú getur lært að forrita í, er ekki notað af neinum nema alþjóðabankakerfinu sem borgar fúlgu fjár fyrir þann lokaða hugbúnað.

Eins og ég er alltaf að tönnlast á þá er frjáls hugbúnaður sameign, rétt eins og loftslagið, og því augljóst að næstu skref (sem munu ganga út á að verðlauna þá sem huga að sameigninni) hljóti að beinast í átt að því að renna styrkum stoðum undir efnahagskerfið sem mun taka við af því sem við höfum núna. Þótt ekkert annað væri gert en að bæta núverandi tölvukerfi með almennilegri útgáfustýringu byggða á áhættumati (og bootstrappable+reproducible builds) þá myndi þróunin á þeim hugbúnaði enda á að breyta efnahagskerfinu í hringrásarhagkerfi (eða betra) einfaldlega vegna þess að áhættumatið myndi senda okkur í þá átt.

Þessir duglausu "stjórn"málamenn þurfa að fara líta í eigin barm. Þá sérstaklega fréttamennirnir, en þeir hafa þaggað það duglega niður í mér að ég er að skrifa um sjálfsmorð á þessari síðu sem gengur einmitt út á það að fagna því að það sé leið fyrir afkomendur okkar til þess að eiga gott líf.

Ég læt þetta þá vera þriðja opna bréfið. Það fer á alla þá sem voru á þessum "opna" fundi.