kemur þetta á prófinu? virðing og frelsi

Líffræðilegur fjölbreytileiki er áhugaverður eiginleiki lífríkja. Það er talað um að hann sé meðal þriggja lykileiginleika þegar kemur að því að byggja upp lífríki sem hefur hrörnað og er í hættu. Hinir tveir eru biomass og necromass, þ.e.a.s. matur og úrgangur m.t.t. þeirra viðmiða sem við setjum á líf-verur.

Hvernig getum við aukið líffræðilegan fjölbreytileika? Gæti verið að miðstýring hafi neikvæð áhrif á fjölbreytileika? Gæti það verið að þegar allir reyna miða sína hegðun við sömu mælistikuna þá verði minni fjölbreytileiki? Gæti verið að þegar ekki gefst svigrúm fyrir hverskyns hegðun er virðingarverð að við séum ekki fær um að bregðast við jafn fjölbreyttum aðstæðum? Þ.e.a.s. að þegar við þvingum alla til að bera virðingu fyrir "afþví bara" þá missum við tenginguna við raunveruleikan. Að við búum við sameiginlega skynvillu og hræðsla við geðveiki er slík að ekki er hægt að mæta geðveikisvandamálinu sem samfélagið er í.

Er ekki eðlilegt að hugsa hvernig nútíma samskiptatækni breytir nálgun okkar að skipulagi samfélagsins?

Skrifræði er þegar það skiptir meira máli að ákvarðanataka sé í samræmi við forsendur heldur en að forsendur séu í samræmi við raunveruleikan.

Vísindi er þegar það skiptir meira máli að ákvarðanataka sé í samræmi við raunveruleikan heldur en að virðing sé borin fyrir forsendum skrifræðisins.

Fólk hefur ýmisskonar samskiptavenjur. Sumir eru gjarnir á að fleyta fram skoðunum sem staðreyndum, þ.e.a.s. setja fram forsendur án þess að nefna þær sem slíkar. Það getur verið ákveðin leið til að bera virðingu fyrir hlustenda því hlustandi á auðvitað að vita að skoðanir eru aldrei neitt meira en það. Aðrir vilja setja fram alla mögulega fyrirvara til að vera vissir um að þeir fari með rétt mál, það er einnig tilraun til að bera virðingu fyrir hlustenda með því að leyna engum upplýsingum um stöðumat þitt. Það er þó talsvert dýrara að hlusta á fyrirvarana og því þessari samskiptatækni meira beitt þegar minna traust er til staðar eða samhengi er óskýrt.

Raunar eru báðar samskiptaaðferðirnar réttlátar en aðeins önnur er leyfileg í "alvarlegum umræðum" - það er vegna þess að stjórnmálamenn eru hrifnir af því að segja eitt og gera annað - umræðan er því heilög því matið byggir á því sem er sagt en ekki því sem er gert. Þannig má ráðast á fólk sem segir mestmegnis satt og skýrt en án fyrirvara, því það er alltaf til undantekning og þeir sem treysta öðrum fyrir því að hugsa hlutina á eigin forsendum eru oftast einnig þeir sem auðveldast er að fella með samhengislausum árásum.

"þeir"! feðraveldisfábjáninn þinn þú verður að tala á þann veg sem ég segi!

Ég er ekki miðstýrandinn og ég er ekki sá sem ætlar að ritstýra þér eða hvernig þú skilgreinir sjálfa(n) þig. Mín forgangsröðun fylgir minni sannfæringu og ef ég ætla í eitthvað ferðalag og tel ég þurfi að þjálfa mig í annarri málnotkun til að fá aðgang að þeim rýmum sem mig langar að ferðast í, þá þarf ég mögulega einnig að samsvara mig við þann ásetning sem þeim er settur og ég vil skilja betur, annars ekki.

Það sem skiptir miklu máli er að byggja upp öryggi með því að binda fólk saman með gagnkvæmu trausti.

Slíkt traust þarf ekki að vera milliliðalaust en það er betra að setja ekki öll eggin í sömu körfuna eins og við gerum með því að hafa miðstýranda sem millilið fyrir öllu trausti.

Betra væri að eiga fjölbreytt samfélag þar sem til er fólk sem getur brúað hin ýmsu bil sem myndast milli mismunandi hópa (þ.e.a.s. að til sé fólk sem hafi aðgang að mismunandi rýmum, þar sem hvert rými er tileinkað ásetning af einhverju tagi, þannig fulltrúar færa hugmyndir). Þá geta sannfærandi lausnir komið hvaðanefa og skoðanir okkar þróast í takt við aðstæður. Netið er einmitt rými þar sem má taka ásetning út fyrir sviga og skoða hann án þess að með fylgi holdgerfður fulltrúi sem kann að þykja misgóður í að verja málstaðinn.

Hvað með rými sem tileinkuð eru ofbeldi, þvingun eða glæpsamlegri starfsemi að einhverju tagi?

Það eru nákvæmlega þau rými sem við þurfum að endurheimta. Við gerum það ekki með því að byggja allt á ásetning miðstýrandans, enda er sá ásetningur þvingaður; því lýðræðiskerfin okkar eru ekki örugg: það hefur verið margsannað að þau séu harmleikir. Almennt gildir að "miðstýring skv. skilgreiningu" er harmleikur! sama hvernig þú reynir að dreifa völdum miðstýrandans þá brýtur það gegn raunveruleikanum að halda einhverju fram með fullvissu. Meiraðsegja þyngdaraflið er bara besta módelið sem við eigum eins og er, ekki lögmál sem er ófrávíkjanlegt.

Þegar þú ert með kerfi sem ákvarðar raunveruleikan þá hættir fólk að sjá raunverulega raunveruleikan og spilar þess í stað bara sannleikinn sem þú hefur gefið því. Kerfið framleiðir s.s. necromass, fólk sem trúir á harmleik eins og náttúrulögmál. Við þjálfum fólk markvisst í að vera EKKI vísindamenn. Því þarf að breyta.

Til þess að minnka þetta "necromass" og auka "biomass" þá skiptir miklu máli að það sé frelsi til að bera virðingu og virðing borin fyrir frelsi. Ég vil ekki bera virðingu fyrir núverandi þjóðfélagi. Sömuleiðis þá vil ég minnka umsvif þeirra sem beita þvingun. Það verður ekki gert fyrr en við erum tilbúin til að mæta okkur þar sem við erum stödd og horfast í augu við rót vandans.

Tengslanetið sem er byggt í permakúltúr gengur út á að ekki sé pláss í næringarvefnum fyrir arfa eða sníkjudýr. Þannig byggjum við líka öryggi í stærðfræði, með því að setja skýrar forsendur og kanna rýmið sem verður til. Hvergi er pláss fyrir vafa þegar allt þarf að vera rakið í forsendurnar.

Hinsvegar er ekkert forsenda raunveruleikans þannig að vísindi eru betri aðferðafræði en skrifræði. Samningsstaða vísindamanns er mun betri en möppudýrs, annarsvegar færðu að taka þátt í að ákvarða sannleikinn eða hinsvegar þá þarftu að samþykkja skilyrðislaust sannleik yfirmannsins.

Sú áhætta sem við erum að taka með núverandi stjórnarfyrirkomulagi er töluverð. Hagsmunir þurfa að fara saman.