eilíf spurning: hugrekki eða fífldirfska?

Einn yogakennarinn minn kenndi mér þá mikilvægu lexíu að "byrjandinn er hetjan" - ég hafði þegar verið búinn að setja saman ýmsar kenningar á þá leið - m.a. með því að sanka að mér hugmyndum eins og t.d. frá carol dweck um "fixed vs growth mindset" sem er kenning um það hvernig hegðun þín mótast af því hvort þú trúir á nature eða nurture sem mikilvægari þáttinn í því hversu langt þú getur náð á einhverju sviði.

Sú umræða (hvort genin eða uppeldið eigi stærri þátt í þinni persónu) var gegnumgangandi í minni æsku vegna þess að mamma og systkin mín höfðu áhuga á henni. Þau höfðu mikinn áhuga á því að setja mig í "fixed mindset" s.s. að halda því fram að ég væri vel gefinn eða klár. Þannig var hægt að gjaldfella árángur og því var ekki spennandi að ná árángri til að byrja með.

Nú síðast (í mínum tilraunum til að brjóta þagnarmúrinn) þá setti ég uppreisn á reddit en þar kom loksins öll flóran af viðbrögðum. Meðal þeirra var þessi frábæra spurning um fyrirsláttinn og hvort það væri eitthvað að marka mig og það minnti mig á þessar vangaveltur sem ég átti sem barn um fixed mindset og hvernig sú manneskja forðaðist mat og talaði sig svo upp sem einhvern sem "gæti ef..." og "myndi ef..." og "hefði ef ..." (e. coulda woulda shoulda) en ein mantra vinar míns er einmitt á þá leið að það sökki að sökka.

Ég nefnilega hef glýmt við þetta frá mörgum áttum, bæði hvort að það sé eitthvað réttlæti í því að halda fram innbyggðum yfirburðum og ef svo er hvernig skal fara með þá ábyrgð? Þetta er eitthvað sem ég man að aðrir höfðu líka verið að hugsa um en höfðu ekki hátt um slíkar hugleiðingar. Þessi sjálfsmöt með hvort maður sé siðblindur eða hvar maður megi draga línurnar í að hafa áhrif á hegðun annarra án þess að segja þeim þú sért að gera það (e. manipulation). Þessar spurningar eru náttúrulega bara brotabrot af því sem maður þarf að ganga í gegnum; kynhneigð, hinir ýmsu geðsjúkdómar, fíkniefni og netnotkun.. Þetta eru hlutir sem er nauðsynlegt að hugsa um þannig maður geti fundið sjálfsöryggi, því eins og raun ber vitni þá er fólk sífellt að reyna merkja þig og greina þig og flokka þig: fólk er að reyna meta þig.

Ég tönnlast sífellt á skaða miðstýringarinnar og nú síðast er ég farinn að sjá miðstýringarflokkinn beita sínum bellibrögðum.. Þeir hafa gaman af því að taka röksemdafærslur á borð við: EINKAVÆÐUM! og vitleysan endar aldrei.. Nema að þetta sýnir í raun skilningsleysi á því hvað miðstýring er. Hvað er "óháður þriðji aðili" og hvernig er hægt að treysta einhverju með fullvissu? sama hvað það er. Ekki hægt.

Það er nefnilega einmitt falskt öryggi sem bíður hættunni heim! Maður þarf vissulega að vera nákvæmur til að beita röksemdarfærslum en það eitt og sér er ekki nóg. Maður þarf líka að vera samkvæmur sjálfum sér og eitt verður yfir alla að ganga oftar en ekki. Þannig er mikilvægt að skilja að fyrirtæki og önnur fyrirbæri eru í raun bara annað dæmi um miðstýringu með einhliða landamæri og einhverja innri valddreifingu sem á að gera meðhöndlun fullvissunar örugga. Ef aðeins það væri svo auðvelt.

Nei, það sem virkar er einfaldlega að sleppa takinu á fullvisunni, því fullviss samskipti eru ómöguleg skv. byzantine generals problem.. en það hljómar þannig að séu tveir eða fleiri herforingjar að fara ráðast á borg og þeir vita að þeir geta aðeins unnið ef þeir samræma árásina fullkomlega og þeir vita líka að sendiboðarnir sem þeir senda sín á milli gætu glatast því borgin veit að besta vörnin er stundum sókn... í þessum aðstæðum þá geta þeir raun aldrei ráðist á borgina vegna þess ef annar sendir hinum hvenær árásin skal vera gerð þá mun hann ekki gera árás fyrr en hann er fullviss um að hinn hafi fengið skilaboðin. Það þýðir að hinn verður að senda skilaboð sem segja "já, gerum eins og þú sagðir" en sá hershöfðingi mun heldur ekki ráðast á nema hann sé fullviss um að skilaboðin hafi komist áleiðis þannig að sá fyrsti þarf aftur að senda skilaboð "ok ég fékk staðfestinguna, ráðumst á!" en hann er aftur efins og þannig halda þeir áfram að senda skilaboð sín á milli með engum enda.

Á internetinu þá látum við nægja eitt svona ping-pong (ekki alveg samt, endilega lesið ykkur til um IP og TCP, áhugavert að skilja þessar grunn samskiptareglur!) og með bitcoin þá er sóað rafmagni til þess að auka líkindamat á að skilaboðin hafi komist til skila, en í raun og veru er aldrei fullvissa, bara hverfandi líkur á að það borgi sig fyrir nokkurn þátttakenda að svindla. Hinsvegar er áhugaverðasta dæmið samskipti mannvera í raunveruleikanum því þar þá byggjum við vissu okkar á trausti og oft er ekki nauðsynlegt fyrir góða vini að eiga nokkur samskipti svo árum skipti en þegar þeir hittast aftur þá er eins og ekkert hafi í skorist.

Slíkt traust fylgir oft uppvaxtarárunum en myndast ekki svo glatt meðal fullorðina. Það er nefnilega dýrt að byggja traust og auðvelt að glata því. Þessi ósamhverfa (e. asymmetry) er nauðsynleg því eins og kemur fram í úreltum forsendum þá er forsendan fyrir samningum í samfélaginu sú að það sé ódýrara að fylgja þeim en að brjóta þá. Það verður því að vera dýrt að brjóta traust, annars lendum við í stigmögnun firringar sem á endanum ætti að ógna öryggi okkar nóg til að við vöknum og endurmetum.

Hvernig tengist þetta alltsaman? Jú það er einmitt þetta líkindamat sem stefnir á samræmingu sem leyfir okkur að byggja samfélag á trausti. Þegar markgildið er til þá virðist vera trúverðug lausn (í augum þátttakenda) og þangað til annað kemur í ljós þá er hægt að samræma hegðun kringum þessa trú. Aftur á móti er á brattan að sækja þegar það er kominn tími til að endurskoða grundvallarforsendur (eins og í nútímanum).

Þannig hvernig dirfist ég að gera hlutina öðruvísi en maður á að gera þá? Hvernig dirfist ég að brjóta á forsendum síðastliðinna ára? Mun nokkur heilvita maður geta (eða nenna) ráðið framúr þessari vitleysu! Skil ég ekki að ég er að gera fólki erfitt fyrir með því að taka ekki við allri sönnunarbyrgðinni á þessu risastóra verkefni sem ég get augljóslega ekki hafa leyst og bara hvernig dirfist ég að vera einu sinni að vera svara þeirri fullvissu sem aðrir hafa á sínu mati á mér? Veit ég ekki að ég er greinilega klikkaður og ófær um að meta stöðuna, verð ég ekki bara drulla mér til sálfræðings! Hef ég ekki séð að þessar hugmyndir eru ekki mínar og aðrir hafa líka sagt þetta? Veit ég ekki að maður á bara að lesa um svona dót og horfa á bíómyndir, ekki breyta hegðuninni sinni í alvöru?! Svo er þessi hugbúnaður ekki einu sinni til ennþá þannig hverju er ég einu sinni að búast við? osfrv.

Og þá erum við aftur mætt til byrjandans að gera allt illa og reyna samt aftur. Manneskjan sem allir hinir í herberginu vita að þeir geta unnið í metingnum en gefst samt ekki upp af einhverri ástæðu? Barnið. Hvernig dirfist barnið að gera heiðarlega tilraun! Gæti það verið hugrekki? Gæti það verið að einhver nenni að leggja það á sig að standa í þessu? Afhverju að þjást þegar þú gætir haft það þægilegt? Auðvitað hlítur þú að vera ófær um að samræmast öðrum. Þú hlítur að vera geðveikur aumingi og það er ekkert annað en fyrirsláttur að þú sért að segja mér aðferðafræðina þína. Hvernig á ég að túlka þig ef þú segir mér að þú sért að ljúga að mér um að vera ljúga að mér? Sagði ekki mcluhan að miðillinn séu skilaboðin?

Stríðni er nefnilega mjög öflugt verkfæri en við beitum því ekki rétt. Það eru þeir sem eru heiðarlegir.. þeir sem eru byrjendur.. þeir sem eru hugrakkir.. sem kunna að stríða fólki þannig að það sé ekki illkvittið. Ég er enn að reyna læra að beita þessu verkfæri þannig að úr verði kærleikur. Það er mjög auðvelt að detta í mynstrinn sem við erum öll að endurtaka sífellt. Það er miklu skemmtilegra að reyna að spinna ný og betri mynstur. Gerum þetta saman! Byggjum okkur samskiptatækni sem gerir samfélagið skemmtilegt og fullt af hetjum! Hættum þessum harmleik öllum saman. Ekki bara einkavæða heilsugeiran og láta gott heita (lol).

Það er aldrei of seint að mæta sér þar sem maður er staddur og byrja gera það sem maður getur.