breytum spunaleikritinu "samfélagið"

Í bókinni "impro" lýsir keith johnstone hvernig kenna skuli byrjendum spunaleik, hann útskýrir hvernig er hægt að leiða fólk gegnum ferli þar sem hann kennir því mismunandi leiki þangað til það hefur skilið spunaleik. Fyrsti leikurinn er að segja sögu eitt orð í einu þar sem fólkið í hópnum skiptist á að segja orð, han notar þennan leik til að mæla hvar fólk sé statt í ferlinu, hugmyndin er að þeir sem hika treysta sér ekki til að segja það sem þeim datt fyrst í hug og yfirleitt koma voða óspennandi hugmyndir úr þannig hugarfari.

Hann lýsir því þannig að þegar fólk fari fyrst að svara án þess að hika þá opnist ljónagryfja af bældum hugsunum, fyrst snúast þessar hugsanir um einhverskonar forvitni, lítilsháttar brot á íhaldssömum siðareglum.. en þegar það fer að vera öruggt þá koma alskyns langanir í ljós, í sumum tilvikum meiriháttar brot á fyrrnefnum siðareglum.. næst kemur ofbeldi og önnur valdbeiting, eftir það kemur blekking og messiah syndrome að því loknu kemur frelsi til að leika á móti hinum.. að raunverulega tengja við hópinn.

Þessi fimm skref má setja í samhengi við kínverskar bardagaíþróttir en þar er minna um blað-skæri-stein (sem er japanskara) og meira um eld-jörð-járn-vatn-tré þessi fimm frumefni eru svo tengd á tvo vegu, annarsvegar þá er framleiðni sem lítur út eins og stjarna og hinsvegar yfirburðir sem mynda fimmhyrning. Stór hluti impro fjallar um hvernig nota skal rýmið og er það túlkað á mismunandi vegu, t.d. er klassískt grínleikrit þegar þú ert með kóng; s.s. einhver sem er með yfirburði gagnvart rýminu, og þjón; s.s. einhver sem er undirgefinn gagnvart rýminu. Nú er grínið að kóngurinn er ófær og þjónninn hefur yfirburði gagnvart honum í ákvarðanatöku.

Önnur túlkun á rýminu er sýnd með æfingu þar sem tveir leika spuna þar sem tvö hlutverk eru í boði, annaðhvort "já og" eða "nei sko" .. allar samsetningar eru spilaðar og sem dæmi má nefna tvö "nei sko" ...

"hvað ertu að bíða endalaust eftir strætó?" "nei sko ég er í náttúruverndarstarfi" "það er ekki rétt, ég er náttúrufræðingur þannig ég veit það getur ekki verið." "konan mín sagði mér að þú sért tannlæknir, ekki náttúrufræðingur" "þú átt enga konu ég var að sækja þig á sjúkrahúsið, þú ert búinn að vera í dái í átján ár." ...

Í bardagaíþróttum er rýmið einmitt svona leikur, báðir reyna að taka pláss en vilja ekki gefa eftir. Leikurinn snýst um að sannfæra hinn (um að það sé ekki þess virði að halda áfram) með því að bera yfirburði í valdbeitingu. Túlkun sem keith myndi kannski hafa á fimm frumefnunum er nokkurnveginn; að forvitni valdi löngun sem veldur þvingun sem leiðir af sér blekkingu sem gef pláss fyrir frelsi. Forvitni ber yfirburði yfir blekkingu, löngun blekkist, löngun lokkar frelsi, getur ekki þvingað frelsi, þvingun dregur úr forvitni.

Sannleikurinn býr til frelsi. Því jafnvægi er bókstaflega undirstaða. Grundvallarstoð samfélagsins er að geta leyst úr ágreiningsmálum. Samskiptatækni gengur út á að þróa haldbærar lausnir í ágreiningsmálum. Forgangsröðun er það sem við viljum samræma. Tala saman.