námsskrá uppreisnar

0. Eina leiðin til að slaka á er að komast í jafnvægi.

1. Þessvegna trúum við því sem er sannfærandi, vegna þess að sannfæring varðveitir jafnvægi.

2. Forgangsröðun snýst um að finna sannfærandi lausnir við stærstu vandamálunum fyrst.

Vegna þess við höfum aðeins tíma til að hugsa um eitt í einu en getum þjálfað okkur til að bregðast við þá byrjum við á að byggja upp öryggi á þennan veg um leið og við fæðumst.

Þetta má læra að skilja á mismunandi vegu í mismunandi samhengjum:

- Hugleiðsla, yoga, ofskynjunarlyf, slöklína (e. slackline) eða hálína ;; leyfir þér að skilja 0

- Dansa, bardagaíþróttir, kynlíf, spunaleikur og annarskonar núvitund. ;; leyfir þér að skilja 1

- Stærðfræði, tungumál og önnur formleg samskipti, t.d. heimilishald. ;; leyfir þér að skilja 2

Við byrjum á að læra ethos; sameiginlegar forsendur fólksins, síðan lærum við pathos; okkar eigin forsendur, logos er sannfæring og kairos er forgangsröðunin. Þetta breytir afturábak og breytist áfram.

Núllið er forsenda alls en þessvegna skiljum við það mjög vel þegar við erum ung. Það sem við skiljum ekki ung er hvað er satt og hvað er ósatt. Þessvegna miðast menntun að því að varðveita þann skilning.

Til þess að hrista af sér óþarfa forsendur þá þarf maður að læra 2, 1 og svo 0 og til baka. Spegillinn í núllinu er algjör óvissa, þ.e.a.s. uppruni; einn er algjör vissa, þ.e.a.s. endalok. Saman eru þetta tveir möguleikar sem mynda ramma utanum heiminn.