Tala saman

Hugbúnaður sem er til að svo stöddu.

Þessi vefsíða er kannski ekki það sem þú myndir búast við af einhverjum sem er að reyna vera sannfærandi.. en kannski er það vegna þess ég hef mínar efasemdir um hversu langt skal ganga í að hugsa fyrir aðra. Auk þess sem ég hef enga trú á einhverju sjónarspili, ef lausnin er trúverðug þá verður hún ofaná að lokum.

Þetta er mjög flókið verkefni þannig það verður ekki útskýrt mikið á þessari vefsíðu. Markmið mitt hér er að sannfæra þig um að koma á hitting og taka þátt. Til þess þá get ég reynt að auka trúverðugleika minn með því að benda á að ég hef fengið styrk fyrir þessu og ég er líka svona týpa sem hef eytt meirihlutanum af lífinu fyrir framan einhverja tölvu að lesa um stærðfræði og tölvunnarfræði.

Burtséð frá trúverðugleika þá er auðséð að þetta sé önnur óumflýjanleg breyting á samfélagsháttum, þ.e.a.s. við munum ekki geta miðstýrt og þvingað okkur úr þeim vandamálum sem steðja að mannkyninu, aðallega vegna þess að "harmleikur almúgans" er að gera útaf við plánetuna og rót vandans er einmitt miðstýring.

Þannig ef við ætlum að stemma stigum við hnattrænni hlýnun, spillingu og svokölluðum "fölskum fréttum" þá þurfum við að endurhugsa efnahagskerfið.

Augljóslega byggjum við á nútíma samskiptatækni, engin önnur leið að sannfæra alla á jörðinni að breyta lífsvenjum. Þetta kerfi þarf s.s. að vera nógu sannfærandi til að hagi þínum sé best borgið með því að taka þátt í því. Ef ég reyni að byggja þetta á þvingun þá er ég kominn í sömu miðstýringuna og er rót vandans til að byrja með. Sannfæringarkraftur (s.s. "peningar") verður því ekki með miðlæga skilgreiningu heldur nær því að vera hlutabréfamarkaður (nema hvað að slíkur markaður verður heldur ekki með miðlæga skilgreiningu). Það er hægt að nota stærðfræði til að sýna fram á að vissa eiginleika má varðveita undir samskeytingu og þannig byggja kerfi sem engin hefur yfirsýn yfir en allir geta treyst.

Við þurfum stýrikerfi sem við getum treyst. Ofan á það má byggja samskiptatækni sem við getum treyst. Ofan á það má byggja hagkerfi sem við getum treyst... Þetta er í raun svona einfalt í aðalatriðum.

Ég vona að þú komir á hitting niðrí HR og spyrjir mig spjörunum úr, því ég er ekki enn búinn að skrifa þetta allt niður og mig vantar hjálp.

Að einhverju leyti þá er þetta frekar augljós eðlisfræði.. við erum t.d. búin að samþykkja afstæðiskenninguna þannig við trúum ekki á miðlæga skilgreiningu á tíma (þessvegna virkar GPS), hinsvegar erum við enn með miðlæga skilgreiningu á verðmætum?! Algjör brandari...

Auðvitað breyttist allt með internetinu, það sem ég er að lýsa væri ekki hægt án þess. Hinsvegar er það sem þarf að gera svo vangefið mikil vinna að ég er ekki að fara gera þetta allt einn... Flestir eru ekki færir um að taka ábyrgð á vandamálum sem eru ekki verðlaunuð af núverandi kerfi og við endum á að grafa undan öllu góðu með brotnum matskerfum. Þannig þegar ég útskýri hvað þarf að gera fyrir einhverjum tölvunnarfræðing eða forritara þá kemur spenningur og áhugi og svo svarið "hlakka til að sjá þetta hjá þér" s.s. bara voða spenntir að horfa á mig gera þetta allt saman! Ég verð sköllóttur... afhverju eru færri en 1000 manns í guix matrix grúppunni? Getur verið að það séu svona fáir sem kveiki á perunni þegar það eru endalaust margir fastir í einhverju rafmynta svindli eða að vinna við að búa til fleiri vandamál.

Svo eru börn bróður míns tilskild til að fá iPad frá skólanum?! Áður en ég sagði skilið við menntakerfið tók ég næstum kúrs sem hét "digital citizen" en hann átti að vera kenndur yfir zoom?! Þau vissu ekki einu sinni hvað "frjáls hugbúnaður" var þegar ég setti út á þetta fyrirkomulag hjá þeim!! Þetta er sú menntun sem þú færð frá frekar virtum skóla hér í evrópu (Venice International University).

Tekur því ekki að kvarta of mikið en ég myndi þiggja smá samúð.

Það er slíkur forsendubrestur milli þeirra sem skilja örlítið um tölvur og þeirra sem bara nota þær að ég veit ekki hvar ég á að byrja að reyna útskýra þetta fyrir þér kæri gestur, þessvegna skaltu koma á hitting og tala við mig um þetta mál. Ég skal kenna þér allt sem ég kann og við skulum laga þetta saman.