Vandamál

Fólk er sífellt að reyna að sannfæra mig um það að lífið sé harmleikur... Að miðstýring sé nauðsynleg.

Sá sannleikur hefur aldrei verið sannfærandi að mínu mati, byggður á alskyns "afþví bara" og "hvað veit ég um það?".

Hvort sem ég veit eða ekki þá leyfi ég mér að efast. Í minni lífsreynslu þá skil ég eymd og sorg þannig að lífið sé í raun kærleikur.

Þeir sannleikir sem úr kærleiknum spretta eru skemmtilegir: fullir af lífi og tilveru.

Slíkir leikir hafa í raun bjargað lífi mínu margoft og fært mig á bataveg þegar mér leið illa.

Sjaldan hefur mér liðið jafn illa og þegar ég bý á Íslandi. Hvergi viðgengst slík hunsun og einelti og hér á landi. Það var þjáning að alast upp hérna í þessu hræðilega menntakerfi og í rauninni var það mín hvatning í þekkingarleit minni í lífinu: að koma einhverntímann aftur heim og laga menntakerfið.

Ég vissi ekki hvað ég var að gera með því að taka ábyrgð á þessu verkefni, þessir tímar sem við lifum á eru öðruvísi en áður fyrr. Svo eru takmörk fyrir því hversu mikið samviskan ræður við, ég hef séð alltof mörg illa stödd börn og hrottalegt stofnanaofbeldi til þess að geta borið virðingu fyrir kerfinu sem við leyfum að fangelsa okkur.

Við þurfum að tala saman!

Ekki á hefðbundnum forsendum heldur á grundvelli gagnkvæmrar virðingar.

Það er vanvirðing að taka sjálfræði einstaklinga af þeim, fólk þarf að fá að meta sjálft hverju það treystir og ef þú vilt breyta hegðun annarra þá þarftu að vinna þér inn traust. Stríð og ofbeldi búa til fleiri vandamál heldur en þau gætu nokkurntímann leyst. Auðvitað eru mörk fyrir hversu mikið við erum tilbúin að þola en þau mörk verða að miðast við harmleikinn og lausnirnar verða að taka mið af kærleiknum.

Miðstýring gæti verið sjálfsprottin og skammlíf við-og-við en almennt er það ótrúlega ljót hugmynd sem mér finnst erfitt að verja. Hvernig getum við gert slíka hugmynd að forsendu fyrir samfélaginu? Á góðri íslensku þá heitir þetta "hack" - upplýsingatæknin var þannig að ekki var hægt að gera annað (og miðstýrandinn hafði í raun ekki mikla stjórn á þeim tíma) - með tímanum hafa hlutirnir breyst og þessi forsenda þarf nú að víkja fyrir þeirri þekkingu sem við getum ekki afneitað (s.s. stærðfræði / eðlisfræði).

Hver er fær að meta? Afhverju erum við ekki að beina öllu hugarafli að þessari spurningu? Þrískipting ríkisvalds og fleiri grunnhugmyndir lýðræðis urðu til úr því að velta henni fyrir sér. Þannig nú þegar það er þörf á endurbótum þá ætti þessi hugmynd að liggja að grundvelli: hver er fær að meta?

Ég er að reyna feta eitthvað jafnvægi þar sem ég hef rétt fyrir mér en ekki þannig að þú teljir mig færan um að meta hlutina. ÞÚ verður að gera það. Ég ætla ekki að taka ábyrgð á þinni hegðun. Þannig ég þarf að passa mig að þú treystir mér ekki of mikið. Eina lausnin er að gera sjónarspilið illa (því ef ég spila sannleikinn illa þá er ekkert gagn í því sem ég er að gera). Minn kærleikur er því sá sannleikur sem hjálpar þér að taka ábyrgð á eigin hegðun.

Það er í raun ótrúlegt hversu mikil svik eru að eiga sér stað í nafni þæginda.

Aldrei hafa verið fleiri möguleikar til að bæta stjórnarfar (né jafn mikil nauðsyn!) og nú. Það er sorglegt að sjá fólk tapa sér í hliðarverkunum og gleyma stóru myndinni. Það er enn verra að sjá fólk forðast það að taka ábyrgð með því að gera eins og því er sagt. Við þurfum að ráðast á rót vandans. Við þurfum að hætta að hlusta á miðstýrandann og finna aðrar leiðir til að skipuleggja samfélagið (s.s. meta aðstæður í sameiningu). Þannig getum við gert kærleiksríkt samfélag.

Það er ótrúlegt hversu fámennur hópur gerir sér grein fyrir þessu - hvað eruð þið öll að gera?

Afhverju svarar mér heldur engin? Eruð þið öll svona svakalega dónaleg? Ég hef haft samband við fjölda fólks, hvort sem það eru fjölmiðlar, stjórnmálafólk, einstaklingar eða stofnanir. Engin svarar mér. Forsendan fyrir virðingu í samfélaginu er því greinilega sjónarspilið. Ef þú gerir það illa þá heyrir engin neitt sem þú segir. Ótrúlegt en satt.

Þetta er bara enn ein leiðin sem harmleikurinn gerir vart um sig. Efnahagskerfið er nefnilega meingallað: það borgar sig að ljúga, stela og svindla.

Því má breyta og það er það sem ég er að gera. Mér þætti virkilega vænt um það ef ég gæti fengið borgað fyrir þá mikilvægu vinnu.. það væri nefnilega ákjósanlegt ef við gætum breytt hlutunum í rólegheitunum þannig við séum undirbúin fyrir þau vandamál sem eru að gera vart við sig hnattrænt. Ég er með námslánasjóð á bakinu í miskunarlausri innheimtustarfsemi og er uppá aðra kominn hvað varðar húsaskjól og fæðu. Meðan ég vinn eftir bestu getu fyrir þínum hagsmunum. Mér finnst vera illa komið fram við mig og óska því eftir hjálp!

EDIT!! Ég hef engin svör fengið frá Íslandi en fékk styrk erlendis frá sem dekkar námslánin. Þau höfðu ríflega tvöfaldast á þeim tíma sem ég hef verið hunsaður af þjóðfélaginu en núna síðast þá sendi ég öllu starfsfólki RÚV siðareglurnar þeirra (sem er lauslega 300 manns) en auðvitað svarar engin þannig. Sjá "tilraun lokið" undir "hér er" fyrir hvar nálgun breyttist. Ég skil málsgreinarnar fyrir neðan eftir eins og þær voru fyrir samhengi.

Þess má geta (varðandi þennan lánasjóð) að þeir áætluðu á mig eins há laun og þeir gátu og innheimtuðu svo (í fyrstu afborgun!) helminginn af þeirri milljón sem ég hafði fengið lánaða hjá þeim síðasta árið mitt í HÍ. Þetta gerðist auðvitað í miðju covid meðan ég var í mastersnámi sem hafði breyst í eitthvað fjarnám sem gekk ekki upp... þannig ég var ekki að fara vera með "lánshæfan árangur" hvort sem ég hefði tekið annað lán eða ekki. Lokaniðurstaðan var að ég endaði á götunni. Þar bjó ég hálfa önn af þessu mastersnámi í stærðfræði (þó svo ég væri í fullu námi þá var eina leiðin til að fresta afborgunum að taka fleiri lán, sem myndi setja mig í dýpri holu gagnvart þessari hrottalegu stofnun, svo ég kaus að gera það ekki).

Þessi ofbeldisstofnun hefur líka haldið mömmu og systur minni í gíslingu (útaf ábyrgðarmannakerfi, sem bitnar enn á þeim minnihlutahóp sem er bundin þeim samningum sem gerðir voru í gamla kerfinu) og ég sé ekki betur en að þessi helvítis lánasjóður komi í veg fyrir að íslenskt fólk geti sótt sér nám. Nám sem er grundvallarforsenda fyrir því að til sé fólk í landinu sem getur unnið þau störf sem þarf að vinna til að landið geti haldið sjálfstæði. Ég hata ykkur fyrir að leyfa þessu að viðgangast. Hvaða hagsmunum haldiði að þið séuð að þjóna? Ég ætti kannski ekki að vera skrifa allt þetta því það hefur ekkert að gera með þessa uppreisn... en þetta er svo ljótt! afhverju? hvað er eiginlega að ykkur? eina ástæðan fyrir ég hef ekki framið sjálfsmorð er bara að ég hef rétt fyrir mér og ég treysti ykkur ekki fyrir túlkun á lífi mínu. Þið stýrið því hvað það sem ég segi þýðir en þið eruð klikkuð! Það er svo sárt að horfa upp á þetta.

Nú gæti vel verið að ég hafi farið með rangfærslu varðandi smáatriði á reglugerð lánasjóðs. Það er ótrúlega ósanngjarnt og ljótt af mér! að ljúga uppá þessa góðu stofnun með mínum misskilingi á þeirra frábæru reglugerðum. Aftur á móti þá vil ég benda á það hvar sönnunarbyrgðin liggur hvað varðar öll samskipti við þennan sjóð. Hver fær að njóta vafans þegar kemur að launum lántaka? Hver fær að njóta vafans þegar kemur að mati á verðugleika náms lántaka? Hver fær að njóta vafans þegar kemur að verðugum námsárangri lántaka? Hvernig getur það verið að samningsstaða venjulegs fólks á Íslandi sé svona léleg? Að við látum þetta yfir okkur ganga?

Ýmsar grundvallarforsendur hafa fallið í skuggan á samfélagsmiðlum. Fólk eins og ég sem notar ekki ófrjálsan hugbúnað er því eins jaðarsett og getur gerst í nútímasamfélagi. Hvar á ég að tjá mig? Nú eru meiraðsegja innviðirnir þannig að ég get ekki leigt mér hlaupahjól án þess að samþykkja samningsstöðu sem er ekki ásættanleg. Hvernig réttlætið þið þetta? Þið gerið það ekki, bara þaggið niðrí fólki eins og mér.

Vinsamlegast leyfið mér að vera með í samfélaginu.