fyrirgefa ekki fyrirfara

Eins og kemur fram á þessari síðu þá virðist þetta vera ansi vonlaust sem ég er að gera.

Ég er auðvitað sá sem veit það best því það er ég sem sit í súpunni. Lífið hefur samt aldrei verið auðvelt fyrir mig.. þó svo að ég fékk ýmislegt upp í hendurnar og gekk vel í mörgu sem ég tók mér fyrir hendur þá er það samt þannig að ég hef oft setið gegnum mjög erfitt þunglyndi.

Þegar ég var u.þ.b. tvítugur þá gekk ég sérstaklega nærri bjargbrúninni en á þeim tíma var tilgangsleysið á því stigi að ég horfði ekki einu sinni á skjá, bara loftið, og ég borðaði ekki svo dögum skipti því það tók því ekki að koma í veg fyrir dauðann, þangað til ég vaknaði einn daginn og gat ekki séð nema þoku og gat ekki staðið í fæturnar og gat ekki hreyft á mér vinstri hendina. Ég rúllaði niður stigann heima hjá mér og skreið út í bíl, ók svo yfir öll rauð ljós með rykkjandi hreyfingum því ég gat ekki stýrt líkamanum með neinni nákvæmni. Þannig kom ég mér á næstu bensínstöð og þar var mér gefið kakó og hafragrautur sem ég ældi jafnóðum þangað til að ég gat séð og hreyft mig aftur.

Stuttu seinna fékk ég tækifæri til að flýja land og flytja til ástralíu, þar fékk ég smá tækifæri til að kynnast sjálfum mér (en ekki þeirri manneskju sem vinir og vandamenn sögðu mér að ég væri) og þaðan átti ég leið áfram. Sú leið hefur aldrei verið auðveld. Þó svo ég hafi nánast ekki beitt ofbeldi í minni tíð þá hef ég verið beittur ofbeldi, hvort sem það er af stofnunum eða beinskeittara.. sem dæmi má nefna þegar ég var barinn í hausinn með steini (geri ég ráð fyrir) í afríku, einhver kom aftan að mér og barði mig svo fast í hausinn að ég þurfti að fara á sjúkrahús til að sauma saman á mér hausinn. Þetta var ekki eina skiptið sem ég lenti í útlitsfordómum, ég hef t.d. verið tekinn fastur í portúgal og settur í handjárn og svo laminn í andlitið þar sem ég var með sýkingu í endajaxli sem hefði getað sprungið og drepið mig. Lögreglumennirnir voru ekki ánægðir að sjá mann með lestarmiða en enga skó sem vildi ekki vera með grímu því tannlæknirinn sagði honum það væri ekki gott að hafa hita á andlitinu og fréttirnar sögðu honum að grímuskildan hefði klárast daginn áður.

Þannig ég hef lent í ýmsu þó svo ég hafi líka verið með silfurskeið í MR að keppa í stærðfræði á ólympíuleikunum og sigrað ýmsar hönnunar, forritunar og tölvuöryggiskeppnir.

Þetta tímabil sem ég hef verið að reka uppreisn.is hefur samt verið það erfiðasta í mínu lífi, nógu erfitt til að ég sé að slá um mig með einhverjum sögum þegar ég trúi alls ekki á slíkt. Það er sorglegt að engin sem ég þekki mæti á hittinginn minn þótt hann sé bara í annarri hverri viku. Það er ennþá sorglegra að fólk er ekki einu sinni tilbúið að svara tölvupóst eða að vinir mínir sem vita um hvað málið snýst og hafa menntun til að leggja til hendi séu flestir ekki tilbúnir að koma inn á vefspjallið. Ég hef aldrei verið svona einangraður á ævi minni, ekki einu sinni þegar ég hef verið á puttaferðalagi sofandi á götunni í íran eða heimilislaus í háskólanámi í slóveníu. Ég er næstum því bugaður, mig langar næstum því að skipta um aðferðafræði... og ég býst við að ég sé að gefa smá eftir með því að skrifa þetta. En ég get ekki sofið og ég veit að á morgun þá breytist eitthvað og ég fæ aftur smá meðbyr. Kannski er þetta lognið fyrir storminn..

Hvernig má það vera að allir í þessu þjóðfélagi séu svona miklar gungur þegar það eina sem þessir eyjaskeggjar hafa haft til að hræðast er ímyndunarveiki og sjálfstæðisflokkinn svokallaða. Það er alveg ótrúlegt að fólk þori ekki einu sinni að tala við mig. Ég man þegar fólk var enn að bíða eftir því að öllum hinum myndi misbjóða nóg til að standa upp, þau föttuðu ekki að momentið var 2008 þegar fólk stóð smávegis í fæturnar. Núna er heigulshátturinn orðinn slíkur að það er nóg að eiga við eitt og eitt einkenni.. en að horfast í augu við rót vandans? nei, það er of mikið.

Ég er því aftur að stara í tómið og hugsa um að fara snemma. Hinsvegar á ég enn eitthvað til að gefa svo ég þori að standa með sjálfum mér aðeins lengur en kannski er þetta líka nauðsynlegur partur af ferlinu því það gæti verið að ég hafi ennþá verið of hræddur við að gefa allt áður en ég fer. Kannski mun ég nú þora að taka við hlutverkinu sem ég virðist ekki geta komið mér undan sama hvað ég reyni. Það mætti segja að ég skilji betur en nokkur maður afhverju engin þorir að hafa frumkvæðið.

Sem betur fer tel ég mig færan um að fyrirgefa, það er ekki neitt annað í stöðunni gagnvart sumum, en gagnvart öðrum þá mun ég líklega fá tækifæri til að hefna mín og ég mun þurfa hafa mig allan við í sumum tilfellum... en ég ætla að fyrirgefa. Það er það sem ég ætla gera.

Ég vona a.m.k. að þið haldið bara að ég sé klikkaður, það er miklu auðveldara heldur en að halda ég hafi rétt fyrir mér og að þora ekki að standa ekki með mér. Eftirsjá er þung byrgði að bera.

Gangið hægt um gleðinnar dyr.