gaman að bera ekki ábyrgð

Ok nú ætla ég að senda umsögn um þingsályktunartillögu.

Frábært það eru leiðbeiningar sem benda á að það séu reglur en þessi síða er 404. Góð vinnubrögð. Ég skal ekki internet archive-a þannig þið getið lagað þetta og sakað mig um lygar =)

Hvert sendi ég þessu umsögn mína? Það stendur í bold að öllum sé heimilt að senda slíka umsögn? Svo á botninum stendur eitthvað um að "svör við umsagnarbeiðnum" skal senda á netfangið nefndasvid@althingi.is... Hvað merkir það? Ég vil senda umsagnarbeiðni, þá ætti að koma svar, en ekki frá mér?? Hvað í fjandanum. Eruði að fara telja mér trú um að þetta lélega aðgengi sé ekki með vilja gert?

Það er nú erfitt að finna manneskju í stjórnmálum eða fréttamennsku sem veit ekki um þessa vefsíðu mína (og þá datalisp verkefnið líka) en það hefur ekki verið einu orði minnst á þetta. Ekki neinstaðar. Ég hvet alla til að prufa það að hafa samband við þetta lið sem þykist vera vinna fyrir okkur. Því það er svo sannarlega ekki tilbúið að setja metinginn í annað sæti og fagna því að það sé raunhæf leið áfram.

Þetta er þá annað opið bréf býst ég við. Sendi nefndasviðinu link.