skemmtun er fögnuður ekki metingur

Fyrst ég er að skrifa einhverja vitleysu þessa andvökunótt þá ætti ég kannski að deila einni mjög gagnlegri lexíu sem tók mig langan tíma að læra.

Ég er í raun búinn að því með titlinum en það er mikilvægt að skilja hvað ég á við (eins og svo oft áður). Það má útskýra þetta á marga vegu en í eineltissamfélagi eins og Íslandi þá er oft ótti eða gredda í þeim sem eru ekki enn búnir að ná að skjóta niður rótum, þá er oft verið að fela sig bakvið vímuefni eða fólk þjáist bara edrú á samkvæmum (ef það er í grunnskóla eða ehv). Hinsvegar nær fólk á einhverjum tímapunkti utanum þetta og skilur að það getur alltaf bara lagt þennan sem má leggja í einelti í einelti (hint: það skal vera ég! :) um leið og fólk skilur þetta þá veit það að það hefur eitthvað til að styðja sig við og það þarf ekki að óttast jafn mikið.

Vandamálið er að flestir virðast láta gott heita og eyða restinni af lífinu í metingi; samband, bíll, laun, hús, hvað sem það er þá ertu bara metast við hina því það er jú leikurinn sem við erum að spila? RANGT.

Það er nefnilega hægt að halda jafnvægi án þess að styðja sig við deifilyf eða fórnarlömb, það er hægt að halda jafnvægi! Ég lofa! og þegar vel tekst til þá er hægt að búa til rými fyrir fögnuðinn; sanna skemmtun!

Flestir læra þetta líklega af því að eiga maka eða börn en ég held það sé líka algengt að þeir sem séu inni í vinnuumhverfi sem er mjög hardcore metingur komi heim með ótta og greddu (s.s. ofbeldi). Við þurfum að læra að skemmta okkur án þess að hengja okkur á aðra (hvort sem við þekkjum þá eða ekki). Til að byrja með mun það taka fólk sem þorir að "deyja" fyrir það; því fögnuður í metingsumhverfi er (samélagsleg) sjálfsmorðstilraun.

Þessi lexía nær nefnilega lengra, því hún er önnur leið til að útskýra harmleik / kærleik. Á meðan þín sjálfsvirðing byggist á metingi við aðra þá ertu í harmleik, um leið og þú ert fær um að sjá heildarmyndina þá veistu hvað þarf að gera til að viðhalda kærleiknum. Auðvitað er "harmleikur almúgans" sá að sameignin verður á endanum uppurin, það skiptir því máli að sem flestir vakni og við byggjum upp traust. Því þá getum við haldið utanum þá sem eiga erfiðast með að skilja þetta (án þess að leyfa þeim að drepa okkur).

Lífið er dans á glerbrotum