kærleikur almúgans

Eins og stendur þá hefur hvorki viðskiptablaðið né sósíalistablaðið viljað birta þessar upplýsingar.

Ég lagfærði þetta bréf á fjórum stöðum;

- bætti við orði sem vantaði á tveimur stöðum ("er" og annað þannig orð manniggi) í partinum eftir pistilinn

- útskýrði aðeins meira í málsgreininni um "afhverju ekki x86" (ehv sem öllum er líklega sama um) og rétt fyrir þann part þá bætti ég við sviganum sem bendir á verkefnið mitt (sem er sanngjarnt því það kemur fram í seinni samskiptum eftir þetta bréf var sent).

bréf til neista

Sælir veriði,

Þetta er opið bréf, ég vona að það verði birt á síðunni ykkar.

Þið hafið margt gott fram að færa en mér sýnist þið verða útundan, þ.e.a.s. fólk virðist ekki senda inn greinar, taka ykkur alvarlega sem fréttamiðil eða vita að þið séuð til á annað borð. Venjulega myndi ég segja að þetta gæti verið vegna þess þið bendlið ykkur við isma af einhverju tagi en það virðist ekki skipta máli lengur. Þetta er orðið svo ótrúlega fáránlegt allt saman.

Ég þoli ekki alla þessa isma og sjónarspilið í kringum þá. Þeir skipta ekki máli. Ekki lengur að minnsta kosti. Við sjáum alveg hvað er í gangi, fólk hlýðir skjánnum sínum.. upplýsingatæknin ræður ríkjum og við "venjulega fólkið" týnumst oft í einhverri háfleygri umræðu meðan það eru mjög skýr skref sem við getum tekið til að bæta hlutina (burtséð frá því hvernig mætti flokka þau skref undir isma af ýmsu tagi).

Til dæmis þá er fólk oft mjög á móti kapítalisma en ég las þessa adam smith bók og að mínu mati þá er hún samtímagagnrýni á stjórnarfari englands sem byggir röksemdarfærslur sínar á einföldum fjárfestingarrökum. Grunn hugmyndin með ismanum er einfaldlega að bókfæra hluti og notast við mælieiningu á verðmætum (peninga) til að einfalda viðskipti. Það má rífast um afleiðingarnar á þesskonar stjórnarháttum en það virðist ekki vera gagnleg umræða að mínu mati - og það er vegna þess að við erum komin í þetta tölvutímabil... Sama hvaða isma þú vilt vera með þá ertu að fara nota tölvu til að halda utan um gögn sem eiga að samræmast við raunveruleikan til að hjálpa fólki að skipuleggja þau risastóru verkefni sem átt er við í nútímanum. Um leið og þú notar einhverskonar "kapítal" sem staðgengil fyrir verðmæti eða útfærir eignarhaldsfítusa af einhverju tagi (s.s. notendanöfn eða aðgangsstýringu) þá ertu kominn með einhverskonar kapítalisma.

Vandamálið er að þessi orð eru orðin merkingarlaus. Sum þeirra gengu út á praktísk atriði til að byrja með en önnur út á hugsjónar markmið. Ég er t.d. fullkomlega sammála mörgum þeim markmiðum sem haldið hefur verið á lofti gegnum tíðina en ég myndi ekki þora kalla mig neinskonar-ista því ég veit ekkert hvað annað fólk túlkar það orð til að þýða, flestir hafa einfaldlega ekki nennt að kynna sér það. Ef ég leyfi mér að hafa smá skoðun á þessu samt sem áður þá myndi ég segja að það sem við erum í raun og veru að fást við er val um hvort við beitum skrifræði eða ekki. Þ.e.a.s.: Ætlum við að treysta því sem var skrifað niður betur en því sem við upplifum í raunveruleikanum eða ekki?

Ef við ætlum að vera með skrifræði þá er það kapítalismi, sama hvað þú kallar það þá ertu með einhverjar tölur á blaði einhverstaðar sem þú ætlar að byggja þína ákvörðunartöku á. Ég er alfarið mótfallinn skrifræði og því er kannski skringilegt að ég berjist fyrir því að við bætum skrifræðið, en það er nákvæmlega það sem þarf að gerast ef við ætlum einhverntíman að geta orðið nógu samstíga til þess að sleppa takinu á því alfarið.

Venjulega myndi ég núna reyna verja þessar skoðanir og útskýra betur hvað ég á við en ég ætla ekki að gera það. Ég er kannski að nálgast hlutina skringilega að margra mati en það eru ástæður fyrir því og þær tengjast enska hugtakinu "censorship resistance" - ég stend með minni máttar og mín leið til að gera það er að gera ýmislegt (sem ætti ekki að skipta máli) illa. Það er þó ekki ástæðan í þessu tilfelli því þessar röksemdafærslur skipta máli en þetta bréf er ekki vettvangurinn fyrir þær.

Það sem ég vildi segja; síðustu mánuði þá hef ég haft samband við ýmsa einstaklinga og stofnanir hér á landi. Oftast mjög stutt bréf en nú síðast sendi ég heilan pistil í viðskiptablaðið, hér er hann (þannig lesandi geti metið hvort það sé sanngjarnt að hunsa mig):

Úreltar Forsendur

Haukur Viðar Alfreðsson og Viðskiptaráð Íslands eru að eiga skemmtilega umræðu um skatta. Hér eru tenglar á greinarnar hingað til:


Kveikurinn að umræðunni er skoðun samfylkingarinnar á fjármagnstekjuskatti, en kjarni málsins er umbreytingin sem hefur átt sér stað með hnattvæðingu (e. globalization). Erfitt er að skattleggja fjármagn sem auðvelt er að flytja annað og mikilvægt er að stuðla að virku efnahagslífi til þess að það sé á annað borð eitthvað til þess að skattleggja.

Báðir aðilar hafa sett fram svar við spurningunni "hversvegna erum við að þessu á annað borð?" en þeirri spurningu er enn ekki nægilega vel svarað að mínu mati. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut að allir þurfi að greiða skatt því við höfum innviði sem þarfnast viðhalds og atvinnulíf sem þarfnast aðhalds (og aðhaldið þarf viðhald rétt eins og aðrir innviðir). Hinsvegar þá tel ég að það borgi sig að stíga eitt skref í viðbót afturábak og fjalla um harmleik almúgans (e. tragedy of the commons) í eitt skipti fyrir öll.

Harmleikur almúgans

Þetta vandamál sprettur upp við ýmsar aðstæður og má því nefna ýmis dæmi. Vandamálið snýst um það að hvatar einstaklinga samræmist ekki hvötum samfélagsins, þ.e.a.s. til séu einstaklingar sem sjái sínum hag best borgið í því að grafa undan öryggi heildarinnar. Til dæmis gæti verið þess virði að setja röng gögn inn í einhverskonar ákvarðanatökukerfi til þess að ákvörðunin sem er tekin sé þér í hag, en líklega er sú ákvörðun ekki jafn góð og sú sem væri tekin með rétt gögn (þetta væri þá harmleikur almúgans m.t.t. skrifræðis). Þetta dæmi kann að þykja aðeins of abstrakt þannig ég skal setja fram dæmi sem er auðveldara að skilja:

Fyrirtæki framleiðir vöru sem hún selur á markaði. Við framleiðslu á vörunni verður til úrgangsefni sem kostar mikið að farga á sómasamlegan hátt. Fyrirtækið sér sínum hag best borgið með því að losa sig við úrganginn út í stöðuvatn við hliðina á framleiðslunni því það kostar ekkert (nema mögulega sekt ef einhver kemst að því en það má meta þá áhættu... og að lokum þá gæti borgað sig að farga í vatnið þrátt fyrir séns á sekt).

Mengun er nefnilega samheiti fyrir harmleik almúgans.

Rafmyntin bitcoin verðlaunar t.d. þá sem sóa rafmagni, og því meira rafmagni sem er sóað því dýrara er að breyta eldri færslum, það er vegna þess að skv. samskiptareglum kerfisins þá þyrftiru að sóa ennþá meira rafmagni til að sannfæra aðra um breytingarnar.

Almennt gildir að því dýrara sem það er að breyta færslusögunni því meira virði er rafmyntin. Þetta er vegna þess að meiri verðmæti má flytja milli staða án þess að það sé þess virði að svindla á þeim samskiptareglum sem kerfið byggir á.

Forsendan fyrir viðskiptum eru samningar sem er ódýrara að fylgja heldur en að brjóta. Í samfélaginu þá leysum við ágreiningsmál með því að stigmagna átökin. T.d. geturu áfríjað úrskurði héraðsdómstóls til hæstaréttar og þaðan fyrir evrópudómstóla osfrv. Slík stigmögnun gerir málið sífellt dýrara í uppihaldi og vonin er að á endanum borgi sig ekki að taka málið lengra (því annars þá byrjar stríð).

Mörg réttindi venjulegs fólks eru því ekki aðgengileg nema að til sé fjármagn og tími til að leita í réttarkerfið. Til að mynda þá er þetta stórt vandamál fyrir venjulegt fólk í bandaríkjunum. Ein birtingarmynd á þessu óréttlæti er skattaumræðan sem Haukur aðhyllist, en hann bendir réttilega á að þeir sem hafa færi á því að velja hvort þeir greiði sér há laun til að borga tekjuskatt eða lág laun til að ná meiri fjármagnstekjum velji frekar síðari kostinn.

Kærleikur almúgans

Ef við getum verið sammála um það að við borgum skatta til að stemma stigum við harmleik almúgans ættum við þá ekki að horfast í augu við það að þetta gengur ekki vel hjá okkur!? Hvort sem þú nefnir falskar fréttir, hnattræna hlýnun, spillingu eða annarskonar mengun þá erum við með allt niðrum okkur í þessum málum. Það er því greinilegt að þær lausnir sem við þykjumst hafa við þessu algenga vandamáli eru ekki fullnægjandi. Hvað er til ráða?

Það væri kannski gagnlegt að athuga dæmi um kærleik almúgans þ.e.a.s. aðstæður þar sem hagsmunir allra fara saman. Dæmi um þetta eru ekki jafn augljós en vísindi, torrent og tungumál gætu mögulega passað, t.d. torrent eru hraðari ef allir deila sömu skránni, sá sem breytir titlinum er þá einn að deila annarri skrá með sama innihald og engin græðir neitt á því. Það er því í þeim tilfellum sem samræming borgar sig að kærleikurinn birtist.

Hver er fær að meta?

Á þessu stigi máls er nauðsynlegt að skilja hvaða tilgangi peningar þjóna í samfélaginu. Þeir eru jú gagnslausir einir og sér, ekki hægt að borða þá og þeir eru lélegur efniviður (og núna þegar þeir eru rafrænir þá eru þeir bókstaflega hreinn uppspuni). Peningar hafa nefnilega bara merkingu sem sannfæringarkraftur; það er hægt að nota þá til að breyta hegðun annarra, þá helst í skiptum fyrir eignir eða þjónustu.

Hvers virði eru þá peningar? Skiptir máli hvort talan sé 10 eða 1000? Við vitum vel að það breytir engu, enda 10 evrur meira virði en 1000 krónur. Það vita allir að þetta byggist á framboði og eftirspurn, það er ekki hægt að prenta endalausan pening því þá fellur hann í verði. Hinsvegar er alveg hægt að prenta peninga, en með því að gera það þá skattlegguru alla þá sem eiga þannig peninga, því þeirra peningar eru minna virði með meira framboði. Það væri því hægt að skattleggja einstakling með því að gefa öllum öðrum nýprentaða peninga. Slíkt væri fráleitt á 19. öld en í nútímanum er þessi lausn auðveldari heldur en flækjuleikurinn í kringum skattkerfið.

Þó svo það sé heilmikils virði að geta einfaldað samningarviðræður með því að stunda viðskipti með peningum. Þá er kominn tími til að við horfumst í augu við það að Newtonsk hagfræði er úrelt og það borgar sig ekki að hafa miðlæga skilgreiningu á verðmætum. Hlutabréfamarkaðir hafa verið til lengi og við skiljum þá nokkuð vel; í aðalatriðum eru þeir leið til að skiptast við aðra á áhættu.. en þegar þú sannfærir einhvern um að breyta hegðun sinni þá ertu að taka ákveðna ábyrgð, ef eitthvað fer úrskeiðis þá gæti verið að sá sem hegði sér vilji að þú axlir þá ábyrgð sem þú berð gagnvart því sem fór úrskeiðis. Þetta er það sem við gerum með samningum og ýmsum hlutabréfaleikjum; veðmál um framtíðina.

Stóra spurningin er: Hvernig ætlum við að verja efnahagskerfið? Hvaða sönnun þarftu fyrir þátttökuréttindum?

Að mínu mati þá getum við byggt allt kerfið á trausti, eins og við gerum nú þegar í samfélaginu (með ekki svo góðum niðurstöðum verð ég að viðurkenna). Það má margt betur fara en það er ekki útséð að slík nálgun muni ekki virka (aftur á móti auðvelt að sýna fram á hvernig núverandi nálganir falla flatar um þær óvarkáru forsendur sem þær eru byggðar á).

Ég hef veðjað öllu á kærleikinn. Þessvegna er ég með uppreisn. Ég vona að aðrir hafi áhuga á að gera betur í hvatakerfum samfélagsins og hjálpi mér að láta þetta verða að veruleika, því eins og er, þá er ekki spennandi að taka þátt í samfélaginu.

Breytum þessu.

Nú fékk ég engin svör (eins og venjulega) fyrr en ég kallaði þá dóna fyrir að svara ekki, þá fyrst vildu þeir fá nafn og mynd sem ég gaf strax og síðan hefur ekkert gerst og engin svör fengist.

Almennt hef ég verið að spila með mínar eigin leikreglur, sem þýðir; að ég set hvergi upp auglýsingar (mengun), ég sendi aldrei tölvupóst nema ég sé viss um að viðtakandi sé nú þegar að hugsa um það sem ég er að gera (og sé því mögulega fær um að meta það) og ég sendi nánast aldrei ítrekun (aftur því ég vil ekki menga). Þessvegna var t.d. þessi pistill minn hengdur inn í umræðu sem var nú þegar að eiga sér stað.

Þeir mega eiga það hjá viðskiptablaðinu að þeir höfðu næga sjálfsvirðingu til að átta sig á því að það var dónalegt að segja ekkert en flestir eru ekki einu sinni færir um það mikið.

Það sem er furðulegt er að jafnvel þegar ég er ekki tekin alvarlega erlendis þá eru viðmælendur mínir með næga sjálfsvirðingu til að svara mér. Jafnvel þótt svarið sé stutt og dónalegt þá fæ ég svör, en hér á landi þá er ég ekki til.

Þetta finnst mér skringilegt því það eru ekki margir íslendingar og því ekki mörg bréf í pósthólfum sem skrifuð eru á íslensku. Auk þess sem þau bréf sem ég skrifa eru sjaldan meira en ein málsgrein og þessi pistill sem ég sendi viðskiptablaðinu er lengsta bréf sem ég hef skrifað. Því er ekki farið fram á mikinn lestur af hálfu viðtakanda en undantekningalaust þá er viðtakandi ófær um að eiga við mig viðræðu á rafrænu formi.

Margir í minni stöðu myndu eflaust fremja sjálfsmorð.

Aftur á móti á ég stuðningsnet og margir erlendis taka mig og það sem ég er að gera mjög alvarlega. Það er vegna þess að sumir eru færir um að meta og skilja að sú nálgun sem ég sting upp á er einfaldlega óhjákvæmileg þróun internetsins ef sá miðill mun á annað borð halda áfram að vera til í einhverju sem líkist núverandi formi. Ef við leyfum því að gerast að það þurfi skilríki af einhverju tagi til að mega tengjast þá er margt sem ég er að vinna í ekki að fara vera aðgengilegt almennu fólki en það sem þeir sem ráða munu enda með eru lausnir svipaðar þeim sem ég sting upp á (nema á tölvum sem ekki er hægt að treysta en það er önnur nátengd umræða).

Það sem fólk virðist ekki skilja er að flest það sem þótti flókið í forritun er nú tiltölulega einfalt. Flest þau forritunarmál sem fyrirtæki nota eru orðin úrelt en þau eru rótgróin og tæknin er enn ekki komin þangað að við séum með skýra leið til að uppfæra framsetninguna (en það er einmitt það sem verkefnið mitt gengur út á að breyta). Auk þess eru undirstöðurnar að færast af x86 því það mál hefur of strangar forsendur m.t.t. röðunar aðgerða nú þegar örgjörfar hafa marga kjarna, þannig m1 örgjörvar (og samskonar þróun hjá öðrum stórfyrirtækjum: eignast platformið, læsa framþróun) og riscV (sem er "flokkur fólksins") reyna á hversu góður build infrastrúktúrinn okkar er. Það er því frekar vandræðalegur tími í gangi í forritunarheiminum og ég veit ekki hvernig það gerist en ég veit að eitthvað mun breytast fljótlega.

Ég get ekki ímyndað mér annað en að hunsarar muni hafa eftirsjá og ég finn til með þeim sem eru svo hræddir við ofsastjórnina að þeir þora ekki að vinna vinnuna sína. Þó svo ég gefi ekki nafn fyrirfram þá er mjög auðvelt að finna hver ég er, það er ekki það að ég hafi neitt að fela, ég vil bara standa með þeim sem eru ekki jafn vel staddir.

Nú er ég kominn aftur á byrjunina. Ég vil auka trúverðugleika ykkar með því að vera bara einhver (sem er ekki þið) sem er að taka þátt í ykkar ágæta starfi. Með því að standa saman þá er hægt að gefa því sem við gerum merkingu.

Kærar þakkir.