"afþví bara" er ekki meira sannfærandi en áhættustýring, sjálfstæði og jafnrétti

Yfirlýsing á trausti er sönnunargagn trúverðugleika.

Trúverðugleiki er í samhengi við aðra möguleika. Þannig getur trúverðugleiki tapast þegar því er lýst yfir að það skuli treysta svikulum einstakling eða röngum forsendum.

Jafnvægið felst í því að slíkar traustsyfirlýsingar geta einnig valdið því að áður taldar rangar forsendur séu endurskoðaðar eða einstaklingum fyrirgefin fyrri svik. Það er þó betra að forsenda sé fyrir slíkri endurskoðun. Við viljum ekki byggja ákvarðanatöku á einhverskonar harmleik sem sækir sinn trúverðugleika í "þannig er þetta afþví bara".

Við viljum að fólk hafi tækifæri til að mynda eigin mat á aðstæðum og fylgja sinni eigin sannfæringu.

Við viljum líka að það ríki sátt og samlyndi í samfélaginu, að fólk samræmi sína hagsmuni og taki ekki einhliða ákvarðanir "afþví bara".

Það er í raun samningsstaða einstaklinga sem verður að varðveita til þess að ríki jafnrétti og sanngirni í samfélaginu.

Sjálfstæði er fyrirbæri sem hefur verið vísvitandi misskilið í vestrænni menningu, þannig hefur "sjálfstæði" sem byggist á þrælahaldi verið eðlilegur skilningur og nútími okkar Íslendinga hefur samsvarast þessum skilningi.

Náttúrulega túlkunin - þ.e.a.s. að sjálfstæði byggist á réttlátri samningsstöðu; að hver og einn einasti einstaklingur fái að ráða því hverjum og hverju þeir treysti (en ekki bara þeir sem eru í flokknum, félaginu, stjórninni eða hvað sem þú vilt kalla landamærin sem sett eru einhliða).

Því sú hringavitleysa, að miðstýrandinn ákvarði sannleikinn, gengur einfaldlega ekki upp.

Náttúrulega túlkunin er eðlileg vegna þess að undir henni þá berum við öll ábyrgð á okkar eigin hegðun og getum ekki vikið okkur undan þeirri ábyrgð "afþví hann sagði".

Vegna þess að ef við raunverulega ráðum því hverju við treystum þá er engin hræddur við að eiga umræðu og þá fáum við að koma okkar sannfæringu á framfæri við samfélagið. Slík staða er ekki uppi á teningnum hér á Íslandi, eins og raun ber vitni um.

Jafnrétti er betur útfært með varðveittri samningsstöðu en miðlægum skilgreiningum. Mismunandi samhengi hafa mismunandi ásetning og þar af leiðir að mismunandi reglur ættu að gilda. Aftur ber hér raun vitni um að sú sé raunveruleg staða heimsins. Þarf ekki annað en að fara í heimsókn til að sjá reglur breytast.

Við þurfum að verða sanngjarnari, þ.e.a.s. girnast sannanir meira, það er í raun menningin sem er ábótavön því fólk er sátt við notkun á ótrúverðugri tækni og tilbúið að treysta ítrekað einstaklingum sem hafa gert allt sem þeir geta til að sannfæra okkur um að þeirra hegðun stangist á við hagsmuni hópsins.

Hinsvegar gegna þeir embættum sem ákvarða trúverðugleika, og segja eitt og gera annað, svo við bara látum yfir okkur ganga.. meina; afhverju ekki? þeir sögðu.. og það sem þeir segja er trúverðugt.. afþví bara?

Þetta er ekkert gamanleikrit heldur harmleikur almúgans.