samskipti eru byggð á nafnakerfum

OK. Ég skrifaði s.s. þessar tvær síðustu færslur vegna þess að sjálfstæðisflokkurinn svokallaði ákvað að hætta vera til.

Hvað meina ég með því? Jú þau höfðu val um að halda gæjanum úr panamapappírunum sem gaf pabba sínum íslandsbanka eða veðja á gæjann sem talar um valddreifingu og að hlusta á raddir innan flokksins. Í alvörunni þá hefði fyrri kosturinn ekki getað unnið kosningu á móti nokkurri Íslenskri manneskju, en svona eru kínverskar kosningar, aðeins útvaldir flokksmenn fá að kjósa.

Það er auðvitað ekki þess virði að tala um þetta fyrirbæri nema bara vegna þess mig vantar gott dæmi um hvernig nafnakerfi virka ekki nema að alþýðan stýri undir hvaða nöfnum fyrirbæri ganga. Þ.e.a.s. enn annað dæmi um hættu miðstýringar.

Reyndar er miðstýringarflokkurinn ekki eina dæmið um rangnefni. Þau eru fjölmörg! Það er vegna þess að fólk á það til að skrá félög undir Íslenska ríkinu og það eitt og sér er nóg til að eigna sér heilu hugmyndafræðirnar. Þannig höfum við "félag um frjálsan hugbúnað" (sem er mótsagnarkenndasta nafn sem ég get ímyndað mér að svo stöddu) en það stendur í raun vörð um íhaldssemi eða jafnvel afturhaldssemi. Svo er auðvitað "rafmyntaráð íslands", sem er væntanlega að líta til "viðskiptaráðs íslands" fyrir innblástur. Þessi félög gætu heitið svikamyllufoo og svikamyllubar en svona mætti lengi telja.

Frjáls hugbúnaður er ekki félag. Það eru engin landamæri á slíkum hugbúnað: hann er raunverulega frjáls. Sömuleiðis þá eru rafmyntir ekki um neitt annað en lýðræði (þ.e.a.s. fræðigreinin - ekki svikamylluútfærslurnar sem menga umheiminn og ræna okkur, sem tökum hlutunum alvarlega, trausti og trúverðugleika). Þannig um leið og félagið er stofnað þá ertu búinn að veikja samningsstöðu þessara hugmyndafræða gagnvart miðstýrandanum (m.a. með því að hafa !nánast örugglega! lélega fulltrúa í forsvari).

Nöfn skipta alveg svakalega miklu máli. En eins og oft hefur komið fram á þessari síðu þá borgar sig að ljúga, stela, svindla og flækja undir núverandi efnahagskerfi. Þau réttindi að leggja mat á aðstæður eru framseld til þeirra sem standa sig best í að fela sig bakvið orð sem áður fyrr höfðu merkingu. Uppreisn gegn þessu stjórnarfari er bráðnauðsynleg ef við viljum verja tungumál um alla jörð. Verja þá merkingu sem fyrirrennarar okkar vildu koma til skila.

Það styttist óðfluga í að ég fari og komi ekki aftur.

Þessir mánuðir sem ég hef verið að berjast fyrir málfrelsi og mannréttindum hér á Íslandi hafa sýnt mér að þið viljið frekar hitt.

Það er fólk annarsstaðar sem er tilbúið að þiggja aðstoð og ég geri ykkur ekkert hærra undir höfði en því. Þessi vefsíða er á Íslensku vegna þess að ég kann Íslensku og hún er vel til þess fallin að útskýra það sem ég hef lært í gegnum tíðina.

Mögulega hefur hún eitthvað að segja eftir að tíminn hefur liðið nógu lengi til að þið sjáið að það er eitthvað til í því sem ég hef fram að bera. Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að við erum alveg búin að sjá nóg nú þegar! og því er ég miskunnarlaus þegar fólk sem á að vita betur svarar ekki tölvupóst.

Auðvitað er ekki öll sagan sögð hér því það þarf meira til en hunsun á tölvupóst. Þöggun í raunveruleikanum hefur einnig átt sér stað og komið úr alskyns áttum. Auk þess sem þessi laug er ekki djúp og ég hef haft orðræðu við fjölmarga einstaklinga sem líður of vel til að leggja það á sig að gera það sem er rétt.

Þessi barátta skiptir mig máli, hún skiptir alla jarðarbúa máli og hún skiptir afkomendur okkar máli. Ég hef ekki tíma til þess að vera endalaust að reyna ná sambandi við ykkur ef þið eruð of merkileg til að heyra það sem ég hef að segja og ég ætla ekki að þvinga ykkur til að hlusta með því að sækjast eftir hlutverki í leikritinu ykkar.

Ég er nú þegar með hlutverk. Það er ömurlegt hlutverk sem engin vill en það er líka eina hlutverkið sem er eðlilegt: atvinnulaus. Mínir samningar eru ekki gerðir við þá sem finna aðeins öryggi ef þeir geta þvingað mig til að fylgja þeim heldur eru þeir byggðir á trausti. Þannig hef ég stundað mín viðskipti og ég finn fyrir nógu miklum meðbyr til að vera sannfærður um að ég geti haldið því áfram. Bara ekki á núverandi Íslandi.

Einnig hef ég áhyggjur af því að vera settur út fyrir sviga hérna. Eins og bara ég geti gert það sem ég er að gera. Hvort sem það á að mála mig sem trúarleiðtoga eða listamann þá er fólk staðráðið í því að gera mig að einhverju sem það getur ekki verið. Þannig getur það forðast ábyrgð. Það breytir því samt ekki að ég er ósköp venjulegur íslendingur og því er ég tilvistarsönnun um að það er vel hægt að gera þá hluti sem ég geri.

Ef það væri einhver hér sem væri raunverulega að reyna leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir þá myndi sá hinn sami mæta á hitting, koma á netspjallið eða senda mér tölvupóst. Ekki vegna þess að sú manneskja væri endilega sannfærð um að treysta öllu því sem ég segi hérna heldur þverrt á móti þá væri það einmitt forvitni um hvaða heimildir höfðu þau áhrif að mínar niðurstöður samsvari ekki þeirra. Það væri sú löngun að leysa ágreiningin og finna lausnina sem myndi drífa slíkan einstakling áfram.

Hræðslan við að hafa rangt fyrir sér er sterkari en sannleiksþorstinn og því er Ísland búið að vera. Ég nenni ekki að vera á sökkvandi skipi þannig þið þurfið að gera betur ef þið viljið ekki að ég fari.

Semsagt mjög auðvelt að losna við mig. Vonandi eru það fagnaðarfréttir.